Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2014 08:01

Norræn ungmenni á ferð um Vesturland

Fjórtán ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru nú í heimsókn á Akranesi. Ferð þeirra er á vegum Norræna félagsins en ungmennin komu hingað til lands síðastliðinn föstudag og lýkur heimsókninni næstkomandi sunnudag. Að sögn Hjördísar Hjartardóttur, umsjónarmanns hópsins, er heimsókn sem þessi árleg á vegum Norræna félagsins og er ætlað að efla kynnin á milli ungmenna á Norðurlöndunum. Í ár var röðin komin að Akranesi en ungmennin koma öll frá vinabæjum Akraness á öðrum Norðurlöndum. „Ungmennin gista í heimahúsum á Akranesi og munu fylgja þéttri dagskrá þar sem farið verður með þau í skoðunarferðir um Vesturland. Nú þegar hefur verið farið í skoðunarferð um Akranes og Snæfellsnes en morgun, fimmtudag, verður farið í skoðunarferð um Reykjavík. Á föstudaginn er förinni síðan heitið í Borgarfjörð til að skoða Deildartunguhver, Reykholt og fleiri áhugaverða staði. Þá munu ungmennin fara í klettaklifur og siglingu ef veður leyfir á laugardaginn í boði Björgunarfélags Akraness,“ segir Hjördís um dagskrána sem ungmennin fylgja, en ásamt því sem nefnt hefur verið munu þau halda kynningu um sína heimabæi og hitta önnur ungmenni frá Íslandi á kvöldskemmtunum í vikunni.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is