11. september. 2014 02:01
Sverrismótið var haldið í fjórða sinn á Hvanneyri um helgina. Mótið er haldið til minningar um mætan félaga í ungmennafélaginu Íslendingi, Hvanneyringinn og knattspyrnuþjálfarann Sverri Heiðar Júlíusson sem lést langt um aldur fram árið 2009. Sextán lið voru skráð til keppni í öllum aldursflokkum en létt er jafnan yfir mótinu og aðalmarkmiðið að hafa gaman. Góð stemning myndaðist og lét fólk smá rigningu ekki hafa nein áhrif á sig, að sögn Helgu J. Svavarsdóttur sem tók einnig nokkrar myndirnar á mótinu.