10. september. 2014 01:03
Forsvarsmenn Skipavíkur í Stykkishólmi segja að byggingastarfsemi fyrirtækisins hafi eflst að undanförnu. Verkefnastaðan sé góð og greinilegur vöxtur í byggingaiðnaðinum. Það sé hins vegar orðin vöntun á iðnaðarmönnum til að takast á við vaxandi verkefni og það geti orðið vandamál þegar fram í sækir. Sævar Harðarson framkvæmdastjóri og Sigurjón Jónsson stjórnarformaður segjast bjartsýnir þegar horft sé til næstu ára. Stykkishólmur hafi greinilega aðdráttarafl og nú sé aftur að aukast spurn eftir orlofshúsum í bænum eftir að úr henni dró í bankahruninu. Skipavík hefur verið að byggja og selja hús. Núna um þessar mundir er fyrirtækið að byggja tvö einbýlishús í bænum og tvö orlofshús í orlofshúsabyggðinni Arnarborg.
Sjá nánar spjall við þá í Skessuhorni vikunnar.