Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2014 12:41

Varað við grunsamlegum póstsendingum frá fjármálafyrirtækjum

„Það eru grunsamlegir tenglar í tölvupósti - ekki smella,“ segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, Ríkislögreglustjóra, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum og MP banka. Þá segir að bankar og fjármálafyrirtæki biðji aldrei um upplýsingar um notendur í gegnum tölvupóst. „Nokkuð hefur orðið vart við tölvupóst í vikunni þar sem viðskiptavinir banka eru beðnir um að smella á tengil inni í póstinum og gefa upp notendanafn og aðgangsorð að netbönkum. Almenningur er hvattur til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tölvupósti og smella ekki á slíka tengla. Bankar og fjármálafyrirtæki biðja viðskiptavini sína aldrei um notendaupplýsingar í gegnum tölvupóst, né hvetja þá með þeim hætti til að skrá sig inn í heimabanka. Gott er að senda grunsamlega tölvupósta áfram til viðkomandi banka til upplýsingar fyrir starfsfólk hans og eyða síðan viðkomandi skeyti tafarlaust.“

 

 

Ennfremur er fólk hvatt til að fara ekki í netbanka nema í gegnum vefsíður viðkomandi banka eða fjármálafyrirtækis.  „Þeir sem hugsanlega hafa  smellt á hlekk úr tölvupósti eins og þann sem lýst er hér að ofan eru hvattir til að skipta um lykilorð í netbankanum og kynna sér upplýsingar um öryggi netbankans á heimasíðu viðkomandi banka. Ítrekað skal að viðskiptavinum bankanna er eftir sem áður óhætt að tengjast netbankanum sínum með venjulegum hætti í gegnum vefsíðu viðkomandi banka.“

 

Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota netbanka:

 

•          Notendur eiga aldrei að smella á grunsamlega tengla í tölvupósti. Gott er að hafa það fyrir reglu að tengjast netbanka eingöngu í gegnum heimasíðu viðkomandi banka. Þetta skal einnig hafa í huga þegar um viðkvæmar upplýsingar eða viðskipti af öðru tagi er að ræða.

•          Bankar senda aldrei viðskiptavinum sínum tölvupóst þar sem notendur eru beðnir um að uppfæra upplýsingar um sig með því að smella á hlekk í skeytinu eða senda upplýsingar með því að svara póstinum. Þetta á t.d. við um notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar.

•          Þegar farið er inn í netbanka ber að gæta þess að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https:// sé fremst í vefslóð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is