Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2014 01:04

Alþingismaður segir pólitískt tómlæti ríkja um Landbúnaðarháskólann

„Er störukeppni um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands,“ er fyrirsögn á bloggfærslu Haraldar Benediktssonar alþingismanns í Norðvesturkjördæmi og fyrrum formanns Bændasamtaka Íslands, í liðinni viku. „Menntamálaráðherra hefur fallið frá hugmyndum sínum um sameiningu LbhÍ og Háskóla Íslands. Hugmyndir að sameiningu má rekja allt aftur til ráðherratíðar Katrínar Jakobsdóttur. Þá féllu þær hugmyndir í grýttan jarðveg og sömu örlög hlutu hugmyndir Illuga Gunnarssonar. Andstaðan er málefnanleg og nýtur stuðnings allra þingmanna NV kjördæmis – þá og nú. Andstaða er meðal heimamanna og sveitarstjórnar í Borgarbyggð – bæði fyrir og eftir síðustu kosningar,“ segir Haraldur. „Í áranna rás, eða frá 2008, hefur ríkt pólitískt tómlæti um starfsemi skólans. Hann hefur sætt skerðingum langt umfram aðra háskóla. Allan þennan tíma og áður hefur þurft að skera upp rekstur skólans og styrkja undirstöður hans. En ekki verið gert nema með innanhússsamdrætti. Seinni árin hefur þetta tómlæti kostað hnignun á rekstrargetu skólans. Stjórnendum skólans hefur skort stuðningur til að grípa til aðgerða í rekstri hans til að vera innan þess fjárhagsramma sem skólanum er skapaður.“

Haraldur segir að stjórnendur LbhÍ hafi á undanförnum árum ítrekað lagt fram hugmyndir að endurskipulagningu og sparnaði í rekstri. En mætt tómlæti þeirra sem með valdið fara. „Ég nefni sem dæmi þann þunga bagga sem skólinn ber vegna leigugreiðslna fyrir húsnæði sem ekki er skólanum nauðsynlegt. Að útgjöld skólans síðustu fimm ár hafi gætu verið allt að 220 milljónum króna lægri en raun er. Næstum árlega hafa verið fluttar fréttir af framúrkeyrslu skólans. Títtnefndur uppsafnaður halli á skólanum er síðan sagður vera um 700 milljónir.  Það er hins vegar túlkunaratriði, en raunverulegur halli hans er nær því að vera 480 milljónir.  Stjórnendum ber að vinna innan fjárheimilda og hallarekstur er óviðunandi en þá verður líka að fjalla um það af sanngirni.“

 

 

 

Haraldur gagnrýnir einnig þá sem halda og hafa haldið um stjórnartaumana í LbhÍ. „Óvissu um framtíð skólans er núna helst viðhaldið af þeim starfsmönnum og stjórnendum sem vilja sameiningu við HÍ. Ljóst er að stór hópur svokallaðra akademískra vísindamanna hefur barist leynt og ljóst fyrir slíkri sameiningu. Í greinum hafa þeir komið fram og sent okkur bændum og stjórnmálamönnum sem ekki þýðast þeirra sjónarmið tóninn. Nú síðast með því að kenna okkur um atgervisflótta frá stofnunni. Því virðist sem svo að þeir séu komnir í einhversskonar störukeppni um framtíð stofnunarinnar.“

 

Loks segir Haraldur að óvissa og óeining sé slæm og að henni verður að linna. „Lykilmálið er að vinna að framtíð LbhÍ með atvinnuveginum, hann þarf á þessari grundvallarstofnun að halda.  Til að ná því markmiði eru margar leiðir og vel má að vera að í þeim megi sameina sjónarmið þeirra sem nú virðast vera ósamræmanleg. Það er hinsvegar ekki gott að ekki virðist vilji til slíkrar umræðu – því verður að breyta.  En til þess verður að ræða saman og virða ákvörðun menntamálaráðherra að hafa hætt við sameiningu. Við látum ekki barnalega störukeppni skaða meira 125 ára skólasögu Landbúnaðarháskóla Íslands,“ segir Haraldur Benediktsson að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is