Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2014 02:20

Glæsilegasta snekkja Íslands komin til heimahafnar á Akranesi

Skömmu fyrir myrkur í gærkveldi sigldi stærsta skemmtisnekkja sem Íslendingar hafa átt hér á landi inn í nýja heimahöfn. Snekkjan heitir Amelía Rós og er skráð á Akranesi og í eigu tveggja fjárfesta, þeirra Gunnars Leifs Stefánssonar og Sævars Valdimarssonar. Fyrr á þessu ári keyptu þeir Amelíu Rós í Mexíkó og fengu henni siglt þaðan, meðal annars um varhugaverðan Panamaskurðinn. Í síðasta áfanga var skútunni siglt frá Kanada. Tafir urðu á heimferð skipsins í sumar vegna bilunar en upphaflega stóð til að snekkjan kæmi til landsins fyrir upphaf ferðamannatímabilsins. Nú verður lögð áhersla á að gera snekkjuna fína þannig að hún verði til reiðu fyrir ferðamenn næsta vor. Snekkjan verður einungis á Akranesi nú um helgina en henni siglt til Reykjavíkur eftir helgi þar sem lagfæringar verða gerðar. Skemmtisnekkjan Amelia Rose er tíu ára gamalt skip, útbúið miklum lúxus handa fólki sem hefur nægt fé á milli handanna. Hún verður sú fyrsta sinnar tegundar sem býðst ríkum ferðamönnum til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig verður hún sem slík nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi.

 

 

Í snekkjunni eru klefar á borð við hótelsvítur fyrir 18 farþega og fimm manna áhöfn. Skipið er 35 metra langt og mælist 230 tonn. Það er búið tveimur öflugum Caterpillar aðalvélum og tveimur ljósavélum. Olíutankar rúma 40 tonn, vatnstankar 20 tonn og um borð er búnaður til að eima vatn úr sjó. Skipið getur verið tvær vikur á stöðugri siglingu miðað við 12 hnúta ferð. Hámarks siglingarhraði er 16 hnútar.

 

Nánar verður sagt frá komu snekkjunnar í næsta Skessuhorni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is