Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2014 08:01

Góð ráð við frágang húsbíla og eftirvagna

Nú er tíminn til að ganga frá húsbílum og eftirvögnum. Góður frágangur eykur líkur á því að búnaðurinn verði í lagi eftir vetrargeymsluna. Á þessum tímapunkti getur líka verið gott að yfirfara ástand búnaðar og nýta veturinn til að útvega varahluti eða annað.

 

Tryggingafélagið VÍS vill í tilkynningu minna á nokkur gagnleg atriði sem vert sé að huga að áður en sett er í geymslu:

 

 

 

•          Gæta þess að eftirvagn/bíll sé hreinn og þurr að innan.

•          Fjarlægja allan mat.

•          Tæma vatnskúta.

•          Tæma ferðaklósett og þrífa vel.

•          Taka gaskút og geyma utandyra.

•          Aftengja rafgeyminn. Losa þarf mínuspólinn fyrst. Til að lengja líftíma rafgeymis er ráðlagt að hlaða hann tvisvar til þrisvar sinnum yfir veturinn.

•          Aftengja sólarsellu. Setja sokk eða annað efni yfir plúspólinn. Það kemur í veg fyrir leiðni ef eitthver birta er í geymslunni.

•          Ef músagangur getur verið í geymslunni þarf að skoða hvort undirvagninn sé músheldur. Ef göt eru til staðar eins og í kringum rör eða víra þá þarf að þétta þau.

•          Fara yfir tryggingamál, en gott er að hafa þjófnaðar- og brunatryggingu yfir veturinn. Gjarnan eru eigendur geymsla með ábyrgðartryggingu ef þeir valda tjóni á búnaði en ekki með bruna- eða þjófnaðartryggingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is