Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2014 10:09

Þungur tónn í smábátasjómönnum á aðalfundi Snæfells

Aðalfundur Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, var haldinn í Grundarfirði sunnudaginn 14. september. Fundurinn var ágætlega sóttur og hugur og baráttuandi var í félagsmönnum sem voru sammála um að smábátasjómenn um allt land þyrftu að blása til sóknar varðandi réttindabaráttu sína. Lamið væri á þeim og þörf á að rísa upp og krefjast þess að stjórnvöld færu að virða og taka tillit til sjónarmiða þeirra. Strandveiðar, makríl- og síldveiðar og línuívilnun voru ofarlega á baugi á fundinum. Þá var einnig talsverð umræða um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Voru menn á einu máli um að hækka bæri aflareglu þorsks úr 20% af veiðistofni í 25%. Þá voru allir ósammála ráðgjöfinni nú enda höfðu flestir reiknað með 250 þúsund tonna hámarksafla á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 216 þúsund.

 

 

 

Þá mótmælti fundurinn harðlega ráðgjöf Hafró á grásleppuveiðum og taldi hana í engu samræmi við veiðar og gengd grásleppu undanfarin ár. Að auki kom fram í ályktunum á fundinum að félagsmenn Snæfells vilja að Landssamband smábátasjómanna beiti sér af fullum þunga fyrir því að makrílveiðar á handfæra- og línubátum verði aldrei kvótasettar, að veiðitímabilið verði frá 1. júlí - 31. desember ár hvert og að barist verði fyrir því að smábátar fái að veiða 15% af heildarúthlutun aflamarks í makrílveiðum.

 

Formannsskipti urðu á aðalfundinum, þar sem Sigurjón Hilmarsson í Ólafsvík gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Í hans stað var Valentínus Guðnason frá Stykkishólmi kosinn formaður með rússneskri kosningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is