16. september. 2014 10:57
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri leikur nú í Litháen í undankeppni fyrir milliriðla EM. Skagakonur eiga þar tvo fulltrúa, þær Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur og Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur. Landsliðið hefur nú spilað tvo leiki af þremur í ferðinni til Litháens og unnið í þeim báðum. Stelpurnar munu svo mæta Spánverjum á fimmtudaginn í leik um efsta sæti í riðlinum. Þær hafa þó þegar tryggt sér sætið í milliriðlinum. Þess má einnig geta að Þórður Þórðarson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA er einnig með í för sem aðstoðarþjálfari U19 landsliðins.