Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2014 01:01

Tvær Skagastúlkur í framtíðarhópi sundsambandsins

Í haust valdi Sundsamband Íslands rúmlega fjörutíu unga sundmenn, fædda á árunum 1999-2001 til að taka þátt í sérverkefnum fyrir SSÍ. Hópurinn hefur fengið nafnið Tokyo-kynslóðin 2014, en sem kunnugt er verða sumarólympíuleikarnir haldnir í Japan 2020. Sundfélag Akraness á tvo sundmenn í þessum unglingahópi, Brynhildi Traustadóttur og Unu Láru Lárusdóttur. Skilyrði til að komast í hópinn var að sundmennirnir þurftu að hafa synt á árinu sund sem gæfi frá 400-500 FINA-sundstig. Fyrsta verkefni hópsins var að koma saman um liðna helgi til æfinga í Hveragerði, en æfingarnar voru undir leiðsögn landsliðsþjálfara Íslands í sundi, Jacky Pellerin. Honum til aðstoðar voru Mladen Tepacevic sundþjálfari unglinga hjá SH og Skagakonan Ragnheiður Runólfsdóttir. Auk æfinganna fékk hópurinn fræðslu um leiðir til að ná árangri í sundíþróttinni. Sundsambandið væntir mikils af þessum hópi unglinga sem eru sannarlega framtíðarsundmenn Íslands.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is