Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2014 09:00

Alltaf verið mikill orkubolti

Kristín Halla Haraldsdóttir hefur þjálfað frjálsar íþróttir í Grundarfirði í 15 ár og segir hún að íþróttin sé stór hluti af íþróttamenningu bæjarins. „Það eru rosalega margir krakkar sem æfa frjálsar íþróttir í Grundarfirði og hafa vinsældir íþróttarinnar verið að aukast á síðustu árum. Ég myndi segja að um 98% nemenda í fyrsta til þriðja bekk í grunnskólanum æfi frjálsar. Hér í Grundarfirði er hægt að æfa margar íþróttagreinar en eftir því sem krakkarnir eldast þurfa þau þó að velja og hafna á milli íþrótta en til eru dæmi um krakka sem stunda allt að átta íþróttagreinar á sama tíma. Yfirleitt er um helmingur allra nemenda í grunnskólanum í Grundarfirði að æfa frjálsar íþróttir hjá mér. Flestir líta þó á frjálsar íþróttir sem auka grein og vilja bara hafa gaman eða nota þjálfunina til að styrkja sig fyrir aðrar íþróttir. Ég hef oft fengið að heyra það þegar fólk horfir á krakka spila fótbolta eða aðrar hópíþróttir að það sjáist vel hverjir hafa verið í frjálsum hjá mér. Svo er það hinir sem vilja ná langt í frjálsum og verða afreksfólk í íþróttunum. Það er stór munur á þessum einstaklingum og mikilvægt að skilgreina á milli þeirra. Það er svo í hlutverki þjálfarans að tvinna þessa ólíku hópa saman svo að öllum líði vel og fái það sem þeir leita að úr íþróttunum.“

 

Viðtal við Kristínu er í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is