Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 09:01

Hjúkrunarvakt er nýjung á Akranesi

Síðastliðinn mánudag var opnuð hjúkrunarvakt fyrir almenning á heilsugæslustöð HVE á Akranesi. Um er að ræða skipulega móttöku þar sem hjúkrunarfræðingur tekur á móti erindum samdægurs sem ekki þola bið og veitir þjónustu við hæfi. Að sögn Huldu Gestsdóttur, verkefnastjóra hjúkrunarmóttökunnar, verður engin breyting á fyrirkomulagi heilsugæslustöðvarinnar heldur er móttakan viðbót við þá þjónustu sem fyrir er á heilsugæslunni. „Þessi þjónusta hefur í raun alltaf verið til staðar en það hefur hingað til ekki verið nein formleg móttaka, ekki þetta opna aðgengi að hjúkrunarfræðingum. Nú hafa allir greiðan aðgang að hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðinni á dagvinnutíma.“

Á hjúkrunarvaktinni er einnig boðið upp á símaráðgjöf þar sem veittar eru ráðleggingar, upplýsingar og leiðsögn um heilbrigðiskerfið. Þó er ekki um að ræða lyfjaendurnýjun eða læknasíma. „Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða smáslys. Til dæmis er algengt að foreldrar með lasin börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu. Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða vantar leiðbeiningar til að rata um heilbrigðiskerfið. Hingað koma auðleyst mál, meðal annars blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar, hjartalínurit, sárameðferð, bólusetningar, sprautugjafir og í raun allt sem tilheyrir heilsugæslunni. Það er hægt að ganga hér inn, það er alltaf hægt að finna lausan tíma,“ útskýrir Hulda.

 

Nánar er sagt frá hjúkrunarvaktinni í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is