Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2014 01:52

Tónlistarkennaraþing Vesturlands fer nú fram í Tónbergi

Tæplega fjörutíu kennarar og stjórnendur úr tónlistarskólum á Vesturlandi eru nú staddir í Tónlistarskólanum á Akranesi á hinu árlega tónlistarkennaraþingi Vesturlands, sem nú er haldið í 12. sinn. Að þessu sinni er það tónlistarkennarinn og frumkvöðullinn Paul Griffiths, úr tónlistarskólanum Guildhall School of Music & Drama í Lundúnum, sem fræðir tónlistarkennara landshlutans um óhefðbundna tónlistarkennslu. Að sögn Lárusar Sighvatssonar skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi, vinnur Paul á óhefðbundinn hátt þegar hann kennir tónlist. Hann noti þó hefðbundinn bakgrunn, svo sem nótnalestur en brjóti upp allar aðrar hefðbundnar aðferðir og tengi tónlistina við alla þætti samfélagsins. „Við byrjuðum með málstofu í morgun og fórum þar yfir hvaða vegarnesti við viljum sjá nemendur fara með eftir fjögurra ára nám í tónlistarskóla, en það er meðaltíminn fyrir tónlistarnemendur á Íslandi. Við munum svo nýta þennan góða gest í dag. Hann kveikir upp í hópnum með nýjum hugmyndum og fer meðal annars inn á byrjendakennsluna, hvernig á að nálgast nemendur í upphafi tónlistarnáms.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is