Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 11:01

Hulda Gests segir alla geta lært að syngja

Söngkonan Hulda Gestsdóttir opnaði síðastliðinn þriðjudag aftur söngskóla sinn á Akranesi, eftir þriggja ára hlé. Hún stofnaði Söngskóla Huldu Gests á Akranesi fyrir átta árum en þremur árum síðar lokaði hún honum tímabundið vegna persónulegra ástæðna. „Ég var í fullu starfi og með lítið barn. Skólinn hafði alltaf gengið vel og verið alveg æðislegur, enda er þetta svo gaman. Það voru einfaldlega ekki nægilega margir klukkutímar í sólarhringnum til að ég gæti haldið rekstrinum áfram,“ segir Hulda sem hefur margra ára reynslu af sviðsframkomu og söng. Hún er dægurlagasöngkona sem hefur komið víða fram, en þekktust fyrir framlag sitt í sýningum á Broadway í Reykjavík. Skipulag söngskólans verður með sama sniði og áður, boðið verður upp á kennslu fyrir börn og unglinga á aldrinum þriggja til fimmtán ára og fer hún fram í aldursskiptum hópanámskeiðum. Þeir sem hafa áhuga geta fengið stúdíótíma með upptöku. Hulda býður einnig upp á söngkennslu fyrir fullorðna.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is