Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2014 09:01

Áfram unnið að stórum verkefnum hjá Skaganum

Starfsmenn Skagans og Þ&E á Akranesi hafa ásamt 3X stál á Ísafirði að mestu lokið smíði og uppsetningu á tveimur stórum verkefnum sem unnið var að á þessu ári. Verkefnin eru bæði í smíði vinnslulína og búnaðar í uppsjávarfisktegundum, fyrir annars vegar fiskvinnslufyrirtæki í Fuglafirði í Færeyjum og hinsvegar Skinney Þinganes á Hornafirði. Báðar þessar verksmiðjur afkasta upp undir 700 tonnum af uppsjávarfiski á sólarhring og er um milljarðaverkefni að ræða. Verksmiðjan í Hornafirði var tekin í notkun fyrir makrílveiðitímabilið í júlímánuði og verksmiðjan í Fuglafirði um miðjan ágúst. Verksmiðjan í Fuglafirði var þó ekki tekin formlega í notkun fyrr en um síðustu mánaðamót. Hönnunin og megin vinnslubúnaðurinn í verksmiðjurnar tvær kemur frá starfsmönnum 3X á Ísafirði og Skagans/Þ&E og ýmsar rafstýringar eru frá Straumnesi á Akranesi.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is