Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 08:01

Stoltur af því að taka við oddvitastarfinu af Davíð á Grund

Við sveitarstjórnarkosningarnar í Skorradal á liðnu vori varð meðal annars sú breyting að Davíð Pétursson á Grund gaf ekki kost á sér í sveitarstjórnina. Þar hafði hann setið í 48 ár samfleytt og jafnframt gegnt oddvitastarfi. Í nýju hreppsnefndina var meðal annarra kosinn nýbúi í Skorradal, Árni Hjörleifsson í Horni. Þrjú ár eru síðan Árni og kona hans Ingibjörg Davíðsdóttir frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð keyptu Horn sem þá hafði verið um tíma í eigu Landsbankans. Árni segist stoltur af því að taka við oddvitastarfinu af Davíð á Grund og þakklátur félögum sínum í hreppsnefndinni að hafa sýnt sér þetta traust. „Það er ekki hægt annað en dást af því hvað Davíð virðist hafa fórnað sér í starfi fyrir hreppinn. Það er einstakt að hann hafi rekið sveitarfélagið á heimili sínu allan þennan tíma. Það fyrirkomulag verður reyndar ekki áfram hér í hreppnum, þannig að brotthvarf Davíðs þýðir að þó nokkrar breytingar verða,“ segir Árni. Hann segir að nú sé unnið að því að Skorradalshreppur fái skrifstofuaðstöðu á Hvanneyri og ráðinn verði starfmaður sem sinni brýnustu erindum og liðsinni íbúunum á þeim tímum sem skrifstofan verður opin.

 

Sjá viðtal við Árna eiganda fjallsins Skessuhorns, í blaðinu Skessuhorni sem kom út í gær.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is