Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 10:01

Burðarplastpokar kvaddir í Stykkishólmi

Föstudaginn 12. september hætti á þriðja tug verslunar- og þjónustufyrirtækja í Stykkishólmi notkun burðarplastpoka. Þessu var fagnað með Burðarplastpokakveðjuhátíð sem bæjarbúar fjölmenntu á. Á hátíðinni voru m.a. ýmsar kynningar á vistvænni leiðum sem grípa má til í stað burðarplastpoka og var jákvæðni, áhugi og bjartsýni í fyrirrúmi á meðal gesta. Sama dag voru settar upp „Burðarplastpokalaus-plastic bag free“ merkingar í fyrirtækjum sem taka þátt í verkefninu. Hvort tveggja er liður í tilraunaverkefni Umhverfishóps Stykkishólms um burðarplastpokalaust sveitarfélag. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd og UMÍS. Þá er verkefnið einnig styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

 

 

 

Þrátt fyrir að ríflega 95% verslunar- og þjónustufyrirtækja í Stykkishólmi séu nú hætt að vera með burðarplastpoka á sínum snærum, er verkefninu um burðarplastpokalaust sveitarfélag þó síður en svo lokið. Áfram verður unnið að því að síðustu fyrirtækin bætist í hópinn á næstu vikum eða mánuðum. Þá er í fullum gangi myndbandasamkeppni um skaðsemi plasts og plastpoka, sem er öllum opin. Hundrað þúsund króna verðlaun eru fyrir besta myndbandið auk peningaverðlauna fyrir annað og þriðja sætið. Skilafrestur er til 30. september nk. Með haustinu verður lögð ánægjukönnun fyrir íbúa og verslunarrekendur með það að markmiði að taka púlsinn á samfélaginu eftir þessar breytingar. Vonir standa til að reynslan sem orðið hefur til í Stykkishólmi í tengslum við verkefnið geti nýst öðrum samfélögum til að hætta notkun burðarplastpoka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is