Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 12:01

Unnið að flutningi Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri

Undanfarið hefur staðið yfir flutningur á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og er áætlað að safnið verði opnað formlega á nýjum stað í fyrri hluta október. Bjarni Guðmundsson forstöðumaður safnsins segir að tæpur mánuður sé síðan byrjað var að flytja safnmuni sem margir hverjir eru engin léttavara. Þar á meðal vegur einn af elstu traktorunum tvö og hálf tonn. „Nú erum við búin að flytja hátt í 100 tonn af járni, sennilega þó meira, á milli húsa í einar þrjár vikur, flokka gripina, setja sumt í geymslu og annað fer á sýninguna sem hægt og sígandi er að mótast,“ segir Bjarni í samtali við blaðamann. Auk Bjarna hefur mætt daglega til starfa við flutning safnsins Jóhannes Ellertsson fyrrverandi véla- og málmsmíðakennari við LbhÍ og einnig Arnar Hólmarsson rafvirki, mun yngri maður en þeir Bjarni og Jóhannes, sem báðir eru komnir á áttræðisaldur. „Gömlu“ mennirnir voru sammála um að þeir væru býsna þreyttir eftir daginn en það gerði ekkert til því þeir væru svo brattir á morgnana.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is