Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2014 07:01

Vill sjá meiri samvinnu í sveitarfélaginu

Baldvin Leifur Ívarsson, eigandi Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík er jafnframt oddviti J-listans í Snæfellsbæ. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hafði Baldvin aldrei komið nálægt pólitík en endaði þó í fyrsta sæti á framboðslista. Blaðamaður Skessuhorns hitti Baldvin fyrir stuttu og ræddi við hann um þá ákvörðun hans að gerast oddviti í næststærsta flokki sveitarfélagsins. „Það var einfaldlega leitað til mín og ég beðinn um að bjóða mig fram. Það endaði svo með því að ég lenti í fyrsta sæti. Ég er ekki mjög innviklaður í pólitík en ég fylgist með og hef mínar skoðanir eins og annað fólk. Ég hef þó aldrei verið í kringum bæjarpólitíkina áður en hef mikið verið í íþróttastarfi bæjarins og sinnt ýmsum félagsstörfum.“

 

 

J-listinn fékk í kosningunum í vor þrjá kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Snæfellsbæjar af sjö, en hinir fjórir eru allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líkt og var fyrir næstsíðustu kosningar. Baldvin segir að markmið J-listann séu nú að vinna að góðu samstarfi við meirihlutann til að efla Snæfellsbæ. „Að mínu mati er það ekki starf minnihlutans að vera sífellt að slást við meirihlutann. Það sem er fyrst og fremst mikilvægt er að allir geti unnið saman til að bæta samfélagið. Í því felst meðal annars að virkja tengsl íbúa við stjórnendur sveitarfélagsins og vera með opnari samvinnu við fólkið sem hér býr.“

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is