17. september. 2014 03:54
Mikið er rætt og ritað um nýja Holuhraunið norðan Vatnajökuls. Sigurjón Einarsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, bjó meðfylgjandi mynd til í gær. Hér er notuð loftmynd af Skorradal en Sigurjón lagði yfir hana útlínur Holuhrauns eins og það var í gær. Athygli vekur hvað hraunið og vatnið eru í raun lík í laginu. Samanburðurinn sýnir glöggt hvað nýja hraunið er umfangsmikið.