Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2014 10:01

Innanríkisráðherra heimilar loks innflutning farþegaferju Sæferða

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu sem bannaði um síðustu mánaðamót innflutning og skráningu á farþegaferjunni Vaagan hingað til lands frá Norður Noregi. Ferjan á að leysa Baldur af í siglingum yfir Breiðafjörð. Frá 6. september sl. hafa ferjusiglingar Sæferða yfir Breiðafjörð legið niður af þessum sökum þar sem gamli Baldur var leigður út til að leysa Herjólf af meðan hann var settur í slipp. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var það embættismaður í Samgöngustofu sem beitti sér gegn því að leyfi yrði gefið út til innflutnings ferjunnar hingað til lands. Bar sá fyrir sig að öryggisbúnaði ferjunnar væri ábótavant. Engu að síður lá það fyrir að norska ferjan hefur löggildingu til að sigla við strendur Noregs og byggir það á sambærilegum reglugerðum og íslensk stjórnvöld styðjast við. Sæferðir kærðu þennan úrskurð Samgöngustofu til ráðuneytisins á þeim forsendum að öryggisbúnaður ferjunnar uppfyllti alþjóðlega og viðurkennda staðla. Innanríkisráðuneytið hefur nú fallist á rök Sæferða og heimilað að Vaagan verði siglt til Íslands.

Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem upplýsti gesti á aðalfundi SSV í gær um þessa ákvörðun ráðuneytisins. Uppskar hún lófaklapp enda hefur það verið afar bagalegt að siglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar hafa legið niðri frá 6. september.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is