Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2014 08:01

Fornleifarannsókn ekki talin tefja skipulagsferli vegna sólarkísilverksmiðju

Minjastofnun hefur tilkynnt Faxaflóahöfnum, eigendum iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga, að skoða þurfi betur tvær menjar í framhaldi af fornminjarannsókn sem fram fór í landi Kataness í sumar. Það er á því svæði sem áformað er að verksmiðja Silicor rísi til framleiðslu sólarkísils. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar líkur á að þetta hafi áhrif en sjálfsagt að framkvæma frekari skoðun. Hann á von á því að skipulagsferlið haldi áfram og ljúki væntanlega í næsta mánuði eða byrjun nóvember. Það þýði að áform eigenda Silicor um byrjun framkvæmda tefjist eilítið frá því stefnt var að.

 

 

 

Fornleifastofnun Íslands ses, sem m.a. er í eigu Adolfs Friðrikssonar fornleifafræðings, framkvæmdi rannsóknina í sumar. Þar voru skoðaðir fjöldi punkta í Klafastaðalandi. Litlar mannvistarleifar fundust, en í einni tóftinni fundust 14 forngripir þar á meðal að minnsta kosti fjórir járnkrókar. Rannsakendum þykir líklegast að þarna sé um að ræða leifar reykkofa. Minjastofnun telur að grafa þurfi tóftina upp í heild sinni, til að fá betri upplýsingar um aldur reykhússins og um uppbyggingu þess, en til þessa hefur rannsókn á mannvistarleifum á Íslandi ekki náð til reykhúsa. Þá fundust einnig leifar túngarðs og veggir hólfs honum tengt sem Minjastofnun telur að þurfi að rannsaka betur.

Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að ef fornleifarnar séu á þeim stað sem byggingar eiga að rísa verði gengið sérstaklega frá minjunum að rannsókn lokinni. Þannig að komandi kynslóðir hafi möguleika að rannsaka þær ef áhugi verður fyrir því. Einhverjar mannvistarleifar séu til að mynda undir byggingum Norðuráls. „Meginefnið er að skoðunin hafi átt sér stað og frágangurinn sé ásættanlegur að lokinni skoðun. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að þarna sé ekki neitt meira að finna en ætla má,“ segir Gísli Gíslason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is