Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2014 01:56

Drengur brenndist í bruna í Brekkubæjarskóla á Akranesi

Eldur kom upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi um klukkan eitt í dag. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom skjótt á vettvang og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Hann var ekki mikill að sögn Björns Þórhallssonar varaslökkviliðsstjóra. Að sögn lögreglunnar á Akranesi voru tildrög eldsins þau að drengur var að fikta með skoteld. Brenndist drengurinn við það og er hann nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. Björn varaslökkviliðsstjóri sagði starfsfólks skólans hafa brugðist hárrétt við. Rýming hafði farið fram um það leyti sem slökkviliðsmenn mættu á staðinn og búið að telja börnin út úr skólanum. Eldurinn var í kennslurými á þriðju hæð í gamla hluta skólans og náði starfsfólk að stöðva útbreiðslu hans. Foreldrar barna á yngsta stigi eru að ná í börn sín í skólann en börnunum var mörgum töluvert brugðið, að sögn lögreglu. Búið er að reykræsta húsnæðið og er tjón á því talið óverulegt. Samkvæmt því sem Skessuhorn hefur fregnað verður hægt að ljúka kennslu í eldri deildum skólanum í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is