Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2014 03:02

Stefnir í lengstu samfelldu lokun Hvalfjarðarganga í næsta mánuði

Hvalfjarðargöngin verða lokuð í hálfan þriðja sólarhring helgina 17.-20. október næstkomandi. Þetta er gert vegna malbikunar. Um leið verður hér um lengstu samfellda lokun ganganna að ræða frá upphafi og reyndar í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á akbrautum þar frá því þau voru opnuð í júlí 1998. Upprunalegt malbik endist þannig margfalt betur en ráð var fyrir gert og má rekja þessa góðu endingu til að flutt var inn ljósleitt kvars frá Noregi til að blanda í malbik ganganna. Endingartími þess er margfalt betri en þeirra steintegunda sem fást hér á landi. Göngunum verður lokað klukkan 20 að kvöldi föstudags 17. október og þau verða opnað að nýju fyrir umferð klukkan 6 að morgni mánudagsins 20. október. Í væntanlegum verksamningi er gert ráð fyrir að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, til að hleypa forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur. Á það við um sjúkralið, slökkvilið og lögreglu.

 

 

 

Fram til þessa hafa göngin einungis verið lokuð fyrir umferð nokkrar nætur á hverju ári vegna viðhalds og hreingerningar og einu sinni hefur verið lokað í fáeinar klukkustundir á laugardegi vegna almannavarnaæfingar. Nú verður að loka lengur en áður og samfellt dag og nótt á meðan á verki stendur. „Það er óhjákvæmilegt og er tilkynnt nú, með mánaðarfyrirvara, til að vegfarendur frétti strax af lokuninni og geti gert ráðstafanir í tíma ef þurfa þykir,“ segir í tilkynningu frá Speli.

 

Hlaðbær-Colas átti lægsta tilboð í verkið, eða 72,4 milljónir króna sem er um 92,5% af kostnaðaráætlun. Litlu hærra verð bauð Malbikunarstöðin Höfði en Loftorka Reykjavík bauð nánast á pari við kostnaðaráætlun. Í útboðinu var kveðið á um að fræsa og malbika eina akrein, um þriggja metra breiða, enda á milli í göngunum, alls tæplega 6 km frá norðri til suðurs. Hin akreinin enda á milli verður malbikuð á næsta ári en miðakreinina í göngunum norðanverðum þarf ekki að malbika næstu árin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is