Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2014 05:28

MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og gert að greiða 370 milljóna króna sekt

Samkeppniseftirlitið hefur sektar Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Fyrirtækið beitti smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en önnur fyrirtæki tengd MS greiddu. Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga árið 2009. Mjólkursamsalan hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppnieftirlitsins.

 

 

 

Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir: „Brotið er í eðli sínu alvarlegt þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu. Horft var einnig til þess að um ítrekað brot er að ræða. Á árinu 2006 braut einn forvera MS, Osta- og smörsalan, með samskonar hætti gagnvart Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2006. Í því máli var ekki lögð á sekt en það er talið nauðsynlegt í þessu máli til að vinna gegn því að frekari brot eigi sér stað á þessum mikilvæga markaði.“

 

Hér má lesa frétt Samkeppniseftirlitsins í heild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is