Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2014 11:56

Árangur hefur náðst í slysavörnum til sjós

Á undanförnum áratugum hefur banaslysum til sjós fækkað. Árin 1971 – 1980 voru þau 203, 116 áratuginn á eftir, 63 banaslys urðu á árabilinu 1991 – 2000 og 21 á fyrsta áratug þessarar aldar. Öðrum slysum á hafi úti hefur einnig fækkað. Engu að síður er mikið verk að vinna samanber að í fyrra voru á þriðja hundrað slys til sjós skráð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Betur má því ef duga skal. Sífellt er unnið að slysavörnum og gegnir Slysavarnaskóli sjómanna afar veigamiklu hlutverki.

 

 

 

Nýverið færði tryggingafélagið VÍS Slysavarnaskóla sjómanna tíu björgunargalla að gjöf og bætast gallarnir við fjörutíu aðra sem félagið hefur áður fært skólanum. Þetta er í samræmi við samstarfssamning sem endurnýjaður var í vor til þriggja ára. „Gallarnir eru í stöðugri notkun enda sækja um 2.500 nemendur námskeið okkar á hverju ári. VÍS hefur stutt dyggilega við bak Slysavarnaskólans um árabil og lagt mikið af mörkum í baráttunni fyrir auknu öryggi um borð í íslenska flotanum. Ekki bara með þessari árlegu gjöf heldur einnig markvissu forvarnarstarfi hjá viðskiptavinum sínum sem við veitum lið,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is