Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2014 01:54

Fallþungi dilka hálfu kílói meiri það sem af er sláturtíð

Sauðfjárslátrun er komin vel af stað í sláturhúsum KS á Sauðárkróki og KVH á Hvammstanga. Þegar leitað var fregna úr húsunum fyrr í dag kom í ljós að meðal fallþungi dilka er nánast sá sami í báðum húsunum. Fallþungi dilka er nú hálfu kílói hærri en á sama tíma í fyrra. Meðalþungi dilka á Hvammstanga var 16,6 kíló og á Sauðárkróki 16,7 kíló. Á báðum stöðum var meðalfallþungi á sama tíma í fyrra 16,1 kíló. „Lömbin eru feitari núna en þau voru í fyrra, en að öðru leyti er þetta svipað á milli ára. Dilkar misþungir jafnvel eftir svæðum,“ sagði Edda Þórðardóttir í sláturhúsinu á Sauðárkróki í samtali við Skessuhorn. Magnús Freyr Jónsson sláturhússstjóri á Hvammstanga hafði svipaða sögu að segja. Dilkarnir væru jafn misjafnir núna og þeir hafi yfirleitt verið. Slátrað verður í báðum húsunum út októbermánuð. Á Hvammstanga er slátrað á bilinu 2.600-2.700 lömbum á dag en um 3.300 á Sauðárkróki. Edda sagði að slátrun á Sauðárkróki hafi byrjað ívið seinna en í fyrra. Það gæti hugsanlega skýrt þennan 0,1 kílóa mun sem er á dilkum þar og á Hvammstanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is