Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2014 08:01

Breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Frumvarpið er til komið vegna skuldbindinga Íslands vegna EES samningsins. Í því er m.a. lögð til breyting á viðmiðunarmörkum framkvæmda sem leiðir af sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur. Lagt er til að málsmeðferð þeirra verði einfaldari og styttri en núgildandi lög kveða á um, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í nýju lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin taki ákvarðanir um matsskyldu þeirra nýju framkvæmda sem falla undir lögin og eru háðar leyfum sveitarfélaga. Er Skipulagsstofnun falið leiðbeininga- og eftirlitshlutverk með stjórnsýslu sveitarfélaganna vegna þessara framkvæmda. Með frumvarpinu eru viðaukar laganna sem tilgreina framkvæmdir sem falla undir lögin gerðir skýrari og mælieiningum og stærðarmörkum tiltekinna framkvæmda breytt. Einnig er almenningi og stjórnvöldum gefin aukin tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda, sem ná yfir landamæri.

 

 

„Með frumvarpinu verður undirbúningur framkvæmda vandaðri af hálfu stjórnvalda og framkvæmdaraðila og mun einnig leiða til aukinnar yfirsýnar þar sem gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir og leyfi til framkvæmda sem falla undir lögin verði tilkynnt Skipulagsstofnun,“ segir í fréttinni. Nálgast má lagafrumvarpið á vef ráðuneytisins og Alþingis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is