23. september. 2014 04:11
Tilkynnt var sl. föstudagskvöld til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um að ekið hafi verið utan í gráan Toyota Yaris á bílastæðinu sunnan íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og tjónvaldurinn eftir það stungið af. Skemmdir urðu á fram- og afturhurð bifreiðarinnar. Þeir sem kynnu að hafa séð þessa ákeyrslu og „afstungu“ eru beðnir um að láta lögregluna vita í síma 433 7612. Þá var brotist inn í mannlaust íbúðarhús í Bjargslandinu í Borgarnesi um liðna helgi og stolið fartölvu og áfengisflösku.