Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2014 11:22

Telja að ný tækni í meðhöndlun bolfisks valdi byltingu

Margir hafa beðið þess að tækni sem kölluð hefur verið ofurkæling við meðhöndlun fiskflaka og í uppsjávarfiski nái einnig á vinnsludekk skipa við bolfiskveiðar. Þannig náist að skapa hámarksgæði hráefnis í bolfiski. Forsvarsmenn systrafyrirtækjanna Skagans á Akranesi og 3X á Ísafirði telja sig hafa fundið og þróað þessa tækni. Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri fyrirtækjanna tekur svo djúpt í árinni að segja að þetta sé mesta bylting sem hann hafi unnið að í sambandi við bolfiskvinnsluna, en hann hafi þó unnið að þeim mörgum. Það sem meira er að hann þakkar árangurinn samruna Skagans og 3X sem varð til við kaup þess fyrrnefnda á hinu á síðasta ári. Það sé með ólíkindum hvað tækni, verkþekkingin og reynsla í þessum fyrirtækjum samnýtist vel.

Lausnin kom allt í einu

 

„Ég hef verið að leita eftir því að geta útfært tæknina úr ofurkælingunni á flökunum yfir í heila fiskinn á vinnsludekkinu alveg frá því að við byrjuðum að vinna að kælitækninni fyrir 8-10 árum. Svo var það sem uppá vantaði í púsluspilið til staðar hjá 3X þannig að þar með var lausnin fundin,“ segir Ingólfur. 

 

Ítarlega umfjöllun um nýju kælitæknina og viðtal við Ingólf Árnason er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is