Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2014 02:00

Ísbjörn reyndist vera sjórekin kind

Tveir nemendur í 10. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi fundu dauða kind þegar þeir voru á ferð í fjörunni við Breið í síðustu viku. Það voru þær Aldís Ísabella Fannarsdóttir og Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad sem fundu hræið en stúlkurnar voru þá í leit að góðu myndefni fyrir náttúrufræðiverkefni í skólanum. „Við vorum í skólanum og fengum leyfi til að fara niður í fjöru til að taka myndir af náttúrunni. Við ætluðum svo að senda þær myndir í ljósmyndasamkeppni sem heitir „Íslensk náttúra.“ Þegar við vorum komnar niður í fjöru sáum við fljótlega eitthvað hvítt flykki í grjótgarðinum en gátum ekki alveg gert okkur grein fyrir hvað það væri. Við fórum því örlítið nær. Í fyrstu héldum við að um ísbjörn eða ísbjarnarhún væri að ræða. Við færðum okkur mjög varlega nær þessu hvíta flykki og sáum loks, okkur til mikils léttis, að þetta væri dauð rolla en ekki lifandi ísbjörn.“

 

Þær stúlkur segja að aðkoman hafi ekki verið hugguleg þar sem nánast allur haus kindarinnar var farinn og skrokkurinn illa farinn eftir volkið í sjónum. „Við sáum að kettir voru að sækja í hræið svo við hringdum í lögregluna og sögðum henni frá fundinum og fórum svo aftur upp í skóla. Áður en við fórum úr fjörunni tókum við þó myndir af þessu öllu saman og munum við senda þær í ljósmyndakeppnina ásamt öðrum myndum,“ sagði Aldís í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is