Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2014 02:29

Uppsagnarbréfin farin að berast til starfsmanna LbhÍ

Stjórnendur Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sent uppsagnarbréf til þeirra tíu starfsmanna skólans sem sagt verður upp til að mæta hagræðingarkröfu ríkisins. Björn Þorsteinsson rektor skólans segir í samtali við Skessuhorn að bréfin séu að berast þeim þessa dagana. Starfsmannafundur verður haldinn á þremur starfsstöðvum LbhÍ, í gegnum fjarfundakerfi, fyrir hádegi nk. miðvikudag 1. október þegar uppsagnirnar taka gildi. Rektor segir að þar verði greint frá þeim breytingum sem gerðar verða varðandi framkvæmd verkefna vegna uppsagnanna. Fram að þeim tíma verði ekki gefnar upplýsingar til fjölmiðla hvaða verkefni þeir sinntu sem fengu uppsagnarbréfin. Engar persónurekjanlegar upplýsingar verði gefnar varðandi uppsagnirnar.

 

 

Aðspurður um stuðning við þá sem fá uppsagnirnar sagði Björn að farið hafi verið að þekktum fordæmum hjá stofnunum og fyrirtækjum sem vilji hjálpa þeim sem verða fyrir því áfalli að missa vinnuna. Uppsögninni til starfsmannanna tíu fylgi boð um tvo tíma hjá sálfræðingi.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni meta stjórnendur LbhÍ hagræðingarkröfu frá stjórnvöldum vegna næsta árs um 61 milljón króna. Niðurskurður á ríkisframlagi milli ára er tæpar átta milljónir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og framlag frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti lækkar um 18 milljónir. Að auki er gert ráð fyrir að LbhÍ verði gert að greiða 35 milljónir á næsta ári vegna skuldar við ríkisjóð en í ár hefur verið gerð krafa um tíu milljóna króna greiðslu inn á skuldina við ríkissjóð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is