Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2014 11:01

Sporðskeri nýjung úr Grundarfirði stóreykur nýtingu í dýrari fiskpakkningar

Unnsteinn Guðmundsson vélstjóri hjá Guðmundi Runólfssyni hf í Grundarfirði er jafnframt forsprakki fyrirtækisins 4fish ehf. Fyrirtækið hefur nú hannað og látið smíða vél sem auka mun mikið afköst í fiskvinnslu. Þetta er svokallaður sporðskeri sem, eins og nafnið gefur til kynna, sker sporðinn af bolfiski áður en hann er flakaður. Með því fæst mun betri nýting á flökunum. Áður þurfti að snyrta sporðinn mikið enda kom hann oft talsvert tættur úr flökunarvélinni. Þetta vandamál er úr sögunni með þessari nýju vél að sögn Unnsteins. Vélin verður kynnt á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi sem sett verður í dag. Nánar tiltekið í bási 10A.

Unnsteinn segir að nú sé mun minna af fiskinum sem fari í marning og blokk og þar af leiðandi hærra hlutfall sem fer í dýrari pakkningar. Þetta sé vegna minni flakagalla og mun betri roðdráttar. Unnsteinn kveðst hafa verið búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í tæp tíu ár og hafi nokkrum sinnum gert prufugerðir af vélinni áður en þessi útgáfa leit dagsins ljós. Það var svo í byrjun þessa árs sem hann hóf smíði vélarinnar í samvinnu við fyrirtækið Geislatækni.

 

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is