Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2014 12:59

Spurði hvort pólitískur meirihluti væri með því að LbhÍ blæddi út

Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður VG, spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag út í niðurskurð á fjárlögum til reksturs LbhÍ. Katrín benti á að eftir uppsagnir tíu starfsmanna LbhÍ í vikunni vegna niðurskurðar í fjárlögum séu starfsmenn orðnir helmingi færri en þegar skólinn var sameinaður á sínum tíma fyrir átta árum síðan. Katrín setti þessa þróun í samhengi við flutning starfa út á land: „Auðvitað stingur það mann í augun að horfa á sama tíma á önnur ráðuneyti lofa hér miklum fjármunum til að flytja störf fyrir háskólamenntaða starfsmenn út á land, á meðan þessi starfsemi LbhÍ virðist ætla að leysast upp.”

 

 

 

Í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra kom fram að ekki væri pólitískur meirihluta á Alþingi fyrir sameiningu LbhÍ við Háskóla Íslands. Vakti hann athygli á slæmri fjárhagsstöðu skólans og sagðist hafa „lagt á það ríka kröfu að það yrði staðið við fjárlögin.“ Illugi kvaðst ekki hafa gefið þá hugmynd upp á bátinn að LbhÍ og HÍ yrðu sameinaðir.

 

Á ný spurði Katrín hvort pólitískur meirihluti væri fyrir því á Alþingi að starfseminni á Hvanneyri blæddi út. Benti hún ennfremur á að það væri á ábyrgð Alþingis að standa undir þessum hluta rannsókna- og vísindastarfsemi í landinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is