Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2014 06:01

Skólatöskudagar haldnir um land allt í næstu viku

Iðjuþjálfarafélag Íslands, í samstarfi við Landlæknisembættið, stendur fyrir árlegum Skólatöskudögum um land allt dagana 29. september til 3. október. Bera þeir yfirskriftina „Létta leiðin er rétta leiðin“. Þar munu iðjuþjálfar bjóða upp á fræðslu fyrir nemendur, kennara og foreldra um rétta notkun skólatöskunnar. Verkefnið er því þýðingarmikill þáttur í forvarnarstarfi fyrir grunnskólabörn landsins.

Á Akranesi eru starfandi tveir iðjuþjálfar, þær Dagný Hauksdóttir og Bjargey Halla Sigurðardóttir. Að sögn Dagnýjar nær fræðslan um mestallt landið en síðastliðið haust tóku 18 íslenskir iðjuþjálfar og 11 iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri þátt í verkefninu og veittu fræðslu til rúmlega 1400 barna. Iðjuþjálfar vinna að því að styrkja einstaklinga í daglegum athöfnum svo frammistaða þeirra og þátttaka sé með sem bestu móti. „Margir iðjuþjálfar starfa í tengslum við skóla hér á landi og aðstoða börn með víðtækan færnivanda, til dæmis hvað varðar þroska, hegðun, félagsfærni og fínhreyfingar, sem og setstöðu og líkamsbeitingu,“ segir Dagný.

Kenna rétta notkun skólatöskunnar

Þetta er níunda árið sem félagið heldur skólatöskudaga en lagt er upp með að heimsækja nemendur í 1., 3. og 6. bekk. Einnig er stefnt að því að iðjuþjálfar mæti á vorfundina sem haldnir eru fyrir foreldra væntanlegra fyrstu bekkinga til að veita þar fræðslu um skólatöskur. Í heimsóknum sínum í grunnskólana veita iðjuþjálfararnir börnunum kennslu í að stilla töskuna rétt og hvernig best er að raða í hana. „Þeir sem vilja geta einnig látið vigta sig og töskuna. Það er nefnilega ekki æskilegt að taskan sé meira en tíu prósent af líkamsþyngd barnsins,“ útskýrir Dagný. Hún segir tilganginn með verkefninu að kynna fagið sem slíkt og að vekja nemendur og foreldra svo þeir séu meðvitaðir um hversu mikilvægt það er að skólataskan sé notuð á réttan hátt. „Taskan þarf að vera rétt stillt, sitja vel á bakinu og það þarf að raða rétt í töskuna þannig að þyngstu hlutirnir fari aftast. Svo er líka gott að benda á að það er oft sniðugt að halda frekar á íþróttapokanum heldur en að hengja hann á töskuna, til að dreifa þyngdinni.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is