Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2014 08:01

Seldu hafragraut til að safna fyrir Berlínarferð

Valáfanginn „Berlín - menning, mannlíf, saga“ er nú kenndur við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í fyrsta sinn. Alls eru 20 nemendur skráðir í áfangann og verður hápunktur hans Berlínarferð sem hópurinn fer í um miðjan október næstkomandi. Að sögn Kristínar Kötterheinrich, kennara í áfanganum, hefur hópurinn verið iðinn við að safna fyrir ferðinni en nemendur þurfa sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem ferðinni tengist. „Krakkarnir héldu svokallaða „Þýska daga Berlínarfara“ í síðustu viku. Þar seldu þau hafragraut í fyrstu frímínútum á morgnanna, héldu Pub Quiz, kvikmyndakvöld, nytjamarkað í Þorpinu og kaffihúsakvöld sem var hápunktur vikunnar. Þangað mættu um 90 manns og hlustuðu á tónlistaratriði, spiluðu bingó og keyptu veitingar til styrktar Berlínarförum. Fyrirtæki á Akranesi voru mjög viljug til að styrkja hópinn og gáfu rausnarlega vinninga,“ segir Kristín. Allur ágóði viðburðanna rann beint í ferðasjóð. Kristín segir Berlínarfara káta og stolta eftir fjáröflunarvikuna en hópurinn notar tíma utan skólans til að skipuleggja viðburði og safna. „Þau hafa hug á því að nota það sem safnast hefur til að borga gistingu í ferðinni. Þau eru þó hvergi nærri hætt og ætla að láta heyra meira í sér.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is