Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2014 11:39

Rannsókn lokið á tildrögum slyss í Brekkubæjarskóla

Níu ára drengur sem brenndist í slysi í Brekkubæjarskóla á Akranesi sl. mánudag verður útskrifaður af gjörgæsludeild í dag eða á morgun. Bati hans er góður eftir atvikum, eins og lesa má nánar um hér að neðan.

Rannsókn lögreglu er nú lokið á tildrögum slyssins. Að sögn lögreglunnar á Akranesi beindist rannsókn fyrst og fremst að því að rekja tilkomu neyðarblyssins sem olli slysinu. „Blysið höfðu nokkrir bekkjarfélagar fundið við göngustíg við Brekkubæjarskóla og gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í höndunum. Sá sem fyrir slysinu varð hafði stungið blysinu í vasann og tekið það með sér inn í skólastofuna og afleiðingar þess þarf ekki að rekja frekar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.  Jónas H Ottósson lögregluþjónn vill brýna það fyrir fólki að neyðarblys sem þessi eru stórhættuleg í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara. Varsla á slíkum blysum þurfi alltaf að vera örugg og þeim þarf að farga á öruggan máta þegar líftími þeirra rennur út.

 

 

 

Er hraustur og flýtir það bata

Drengurinn sem slasaðist brenndist mikið eins og fram hefur komið. Hann hlaut 2. og 3. stigs bruna á um 15% líkamans, þar af á 8-9% líkamans þriðja stigs bruna sem er alvarlegastur. Íris Björg Sigurðardóttir er móðir drengsins. Hún sagði í samtali við Skessuhorn nú í morgun að sonur sinn hafi farið í aðgerð sl. þriðjudag sem hafi gengið vel. Líðan hans sé nú eftir atvikum. Drengurinn hafi brennst á lærum, maga og höndum en andlitið hafi blessunarlega sloppið. Íris Björg segir að bati drengsins sé góður og það hjálpi verulega til að hann sé hraustur. Hún segir son sinn fara í umbúðaskipti og skoðun í dag og muni hann að öllum líkindum verða útskrifaður af gjörgæsludeild í dag eða á morgun og leggjast þá inn á barnadeild.

 

Íris Björg kveðst afar þakklát starfsfólki Brekkubæjarskóla yfir hversu fljótt og vel það brást við þegar kviknaði í fötum sonar hennar. „Bæði Helgi Ólafur Jakobsson kennari og annað starfsfólk skólans brást hratt og fumlaust við. Eldurinn var fljótt slökktur og öðrum nemendum komið út. Fyrir það erum við foreldrarnir þakklátir,“ sagði Íris Björg.

 

Hún tekur undir með lögreglu að nauðsynlegt sé að þeir sem hafi í sínum fórum neyðarblys gæti þeirra vel og fargi þeim með öruggu móti. Þetta séu stórhættuleg blys og þurfi lítið til að á þeim kvikni. Blysið sem í hlut átti fannst á göngustíg nærri Kirkjuhvoli þar sem börnin fara um á leið úr skólanum og áleiðis í sundlaugina.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is