Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2014 01:13

Mikil aðsókn á fyrsta degi íslensku sjávarútvegssýningarinnar

Íslenska sjávarútvegssýningin, eða IceFish, var sett í Smáranum í Kópavogi í gær. Henni lýkur svo á morgun, laugardag. Um 500 fyrirtæki kynna starfsemi sína á sýningunni enda er sýningarrými í báðum íþróttahúsunum stappfullt sem og útisvæðið. Það voru forseti, ráðherra og bæjarstjóri sem voru viðstaddir opnun sýningarinnar í gær auk fjölda gesta erlendis frá og innanlands. Mikill mannfjöldi sótti sýninguna á fyrsta degi og var þröngt um bílastæði í nærliggjandi götum. Sýningarhaldarar búast við hátt í fimmtán þúsund gestum á sýninguna. Þarna er til sýnis mjög margt sem tengist beint eða óbeint íslenskum sjávarútvegi og því gagnlegt að kíkja í heimsókn. Þeir sýnendur sem Skessuhorn ræddi við í gær voru ánægðir með fyrsta daginn og sögðu mikið í hana lagt. Bæri hún ekki síst vott um gott gengi í sjávarútvegi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is