26. september. 2014 03:49
Blakfélagið Bresi á Akranesi leikur í 1. deild á Íslandsmótinu í blaki í vetur. Bresakonur tryggðu sér keppnisrétt í 1. deild síðastliðið vor og leika sinn fyrsta heimaleik á þessu leiktímabili næstkomandi sunnudag. Er það Bresi - A sem tekur á móti stöllum sínum í HK - B. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum og hefst klukkan 18. Frítt verður inn á leikinn en þar verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti.