28. september. 2014 02:07
Ungt fólk í Sundfélagi Akraness syndir í dag hið árlega Faxaflóasund frá Reykjavík á Akranes. Um er að ræða áheitasund þar sem safnað er fyrir kostnaði við starf félagsins. Líkt og áður er sund þetta mikil þolraun. Á meðfylgjandi mynd er Vignir Barkarson í sjónum. Gert er ráð fyrir að hópurinn komi að landi á Langasandi fyrir klukkan 15 í dag.