Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2014 03:12

Mjólkursamsalan jafnar verð til kaupenda

„Verð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli verður hið sama frá og með mánudeginum 29. september í öllum viðskiptum MS hvort sem um er að ræða sölu til óskyldra aðila eða miðlun á mjólk til fyrirtækja í framleiðslusamstarfi með MS,“ segir í tilkynningu frá Einari Sigurðssyni forstjóra Mjólkursamsölunnar. Einar segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða sem gildi meðan á áfrýjunarferli stendur eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem kynnt var í síðustu viku. Áréttar hann í tilkynningunni að í þessari ákvörðun MS felist engin viðurkenning á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í málinu sem verður, eins og fram hefur komið, vísað til til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

 

 

 

„Kjarni málsins er deila um með hvaða hætti búvörulög heimila fyrirtækjum í nánu eigna- og framleiðslusamstarfi að miðla á milli sín verðmætum þegar þau stilla saman framleiðslukerfi sín til að ná fram hámarkshagræðingu. Á grundvelli búvörulaganna 2004 hafa Mjólkursamsalan, Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög gert þetta með því að miðla hráefni milli sín á innkaupsverði án álagningar. Um þetta er nú deilt eftir að fram kom ný túlkun Samkeppniseftirlitsins á búvörulögum, sem hafa verið í gildi hér í 10 ár,“ segir Einar.

Forstjóri MS segir einnig að meðan ekki hafi verið skorið úr um gildi þessarar nýju túlkunar hafi fyrirtækin ákveðið að nota ekki þetta fyrirkomulag og gera upp þetta samstarf á öðrum sviðum framleiðslu einstakra mjólkurafurða, geymslu og dreifingu þeirra en í verðlagningu á mjólk. „Þetta er gert í varúðarskyni vegna réttarstöðu á tímabili áfrýjunarinnar. Þetta þýðir að á meðan málinu stendur verður reikningsfært hráefnisverð milli aðila í samstarfinu hið sama og til óskyldra aðila sem standa utan samstarfs. Það verð er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvöru um verð fyrir ógerilsneidda mjólk í lausu máli sem tók gildi 1. apríl 2014. Innifalið í því verði er hlutdeild í áföllnum kostnaði við flutning og dreifingu, rannsóknir, gæðaeftirlit og sameiginlegan kostnað.  Þetta verð gildir frá og með mánudegin um 29. september 2014 í öllum viðskiptum MS á þessum markaði,“ segir Einar Sigurðsson forstjóri MS.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is