28. september. 2014 04:13
Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna í knattspyrnu hjá Íþróttabandalagi Akraness fór fram í Gamla Kaupfélaginu í gær. Þar voru ýmsar viðurkenningar veittar. Í meistaraflokkunum voru Garðar B Gunnlaugsson og Maren Leósdóttir kosin best, en Arnór Snær Guðmundsson og Bryndís Rún Þórólfsdóttir valin efnilegust.
Viðurkenningar í heild voru þessar:
Mfl.kk
Bestur: Garðar B Gunnlaugsson
Efnilegastur: Arnór Snær Guðmundsson
Mfl.kvk
Best: Maren Leósdóttir
Efnilegust: Bryndís Rún Þórólfsdóttir
2.fl.kk
Bestur: Guðlaugur Brandsson
Efnilegastur: Hafþór Pétursson
Kiddabikarinn: Árni Þór Árnason
2.fl.kvk
Best: Veronika Líf Þórðardóttir
Efnilegust: Aníta Sól Ágústsdóttir
Leikmaður ársins TM bikarinn: Aldís Ylfa Heimisdóttir
Viðurkenningar stuðningsmanna:
Besti leikmaður karla: Garðar B Gunnlaugsson
Besti leikmaður kvenna: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
Sígildasti leikmaðurinn: Hjörtur Júlíus Hjartarson
Leikjaviðurkenningar:
250 leikir: Páll Gísli Jónsson og Jón Vilhelm Ákason.
200 leikir: Arnar Már Guðjónsson.
150 leikir: Andri Adolphsson.
100 leikir: Eggert Kári Karlsson og Ármann Smári Björnsson.
Verðmætasti dómarinn: Helgi Ólafsson.
Besti dómarinn: Steinar Berg Sævarsson.