Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2014 06:01

Ísframleiðslan í Grundarfjarðarhöfn verður aukin um þriðjung

Snæís í Grundarfirði, sem rekur ísframleiðslu fyrir ferskfisk í Grundarfjarðarhöfn, undirritaði á Sjávarútvegssýningunni í Reykjavík um liðna helgi samning um stækkun ísverksmiðjunnar um þriðjung. Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóri Snæíss segir að þörfin hafi verið mikil og það hafi komið vel í ljós í sumar þegar makrílveiðarnar bættust við venjulegar bolfiskveiðar og vinnslu. Þá hafi verksmiðmiðjan ekki haft undan að framleiða ís. Það er Frostmark sem afhendir verksmiðjuna og sér um uppsetningu en tækin eru að uppistöðu norsk og dönsk. „Ef allt gengur vel ætti þetta að vera tilbúið fyrir eða um áramót en við þurfum ekkert viðbótarhúsnæði vegna stækkunarinnar, plássið er nóg fyrir,“ sagði Kristján í samtali við Skessuhorn.

 

 

Guðlaugur Pálsson frá Frostmarki sagði við undirritun samningsins að eftir stækkunina væri hægt að framleiða 90 tonn af ís í Grundarfirði í stað 60 tonna áður. „Þetta er sams konar búnaður og fyrir var en við uppfærum samt margt í stjórnbúnaðinum sem farið er að eldast. Verksmiðjan er alfarið sjálfvirk og þeir sem þurfa á ís að halda afgreiða sig sjálfir en einn maður er þó alltaf til taks ef einhver bilun kemur upp. Hann fær þá skilaboð í símann sinn ef á honum þarf að halda.

 

Sjá einnig nánar í næsta Skessuhorni.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is