29. september. 2014 08:49
Suðaustan stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en upp úr klukkan 13 og til 14 tekur að ganga niður. Allt að 40-50 m/s vindur verður í hviðum á veginum við Hafnarfjall. Spáð er 30-40 m/s í hviðum á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. Einnig verður byljótt veður á Snæfellsnesi frá Grundarfirði og út fyrir Enni.