Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2014 08:59

Íslandsmeistararnir sýndu að titill þeirra var engin tilviljun

Síðastliðinn laugardag fór fram síðasta umferð Íslandsmótsins í rallý á keppnistímabilinu. Ekið var um uppsveitir Rangárvallasýslu; m.a. Landmannaleið og Tungnaá, alls sex sérleiðir sem spönnuðu 119 km. Keppnin reyndist bílum og mönnum erfið en 15 áhafnir hófu leikana. Þegar yfir lauk skiluðu einungis átta bílar sér í endamark. Aðrir féllu úr leik enda voru aðstæður nokkuð krefjandi þar sem ekið var um mjög ójafna og erfiða vegi. Var algengast að fjöðrunarbúnaður eða drifbúnaður gæfi sig og gerði keppendum ómögulegt að halda áfram.

Engar bilanir eða aðrar uppákomur komu upp hjá TímOn-félögum, þeim Baldri og Aðalsteini á Subaru Impreza Sti, en þeir höfðu fyrir keppnina tryggt sér Íslandsmeistaratilinn í ár. Náðu þeir strax á fyrstu leiðinni bestum tíma og héldu öruggu forskoti allt til enda.

Sigruðu þeir í keppninni með tæplega fjögurra mínútna forskoti á næstu áhöfn, Íslandsmeistarana frá í fyrra, þá Henning og Árna sem einnig óku Subaru Impreza. Reyndar náðu Baldur og Aðalsteinn þeim árangri að vera með besta tímann á öllum sérleiðum í keppninni sem er afar sjaldgæft að gerist í rallýi. Í þriðja sæti urðu svo Gunnar Karl og Ásta Valdís á Mitsubishi Lancer Evo VI sem er athyglisverður árangur því Gunnar Karl er aðeins 18 ára.

 

Í jeppaflokki sigruðu Hörður Darri og Sigríður Anna á Tomcat eftir mikla baráttu en afföll í jeppaflokknum voru mjög mikil. Í flokki aflminni bifreiða sigruðu Guðmundur og Ólafur eftir mikla baráttu við m.a. Baldur Arnar og Hönnu Rún en Baldur hafði fyrir keppnina þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki.

Eins og áður sagði var þetta síðasta umferðin í Íslandsmótinu í rallýi þetta árið en stefnt er að a.m.k. einni stuttri keppni, svokölluðu sprettrallýi, áður en menn setja bíla sína inn í skúr og hefjast handa við að útbúa þá fyrir næsta keppnistímabil sem hefst í maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is