Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2014 09:55

Hádegisfyrirlestur um ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar

Á morgun, þriðjudaginn 30. september kl. 12, verður fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík í tengslum við sýninguna Svipmyndir eins augnabliks - ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar.  Fyrirlesari er Steinar Örn Atlason heimspekingur og sýningarhöfundur en hann mun meðal annars fjalla um ljósmyndabækur og myndabæklinga sem skarta ljósmyndum Þorsteins. Þorsteinn Jósepsson var áhugaljósmyndari og blaðamaður sem myndaði um allt land. Á sýningunni má sjá úrval ljósmynda Þorsteins en safn hans er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni varðveitir. Textar á sýningunni eru eftir Steinar Örn en með þeim eru myndirnar settar í menningarsögulegt og heimspekilegt samhengi. Sýningin stendur til ársloka 2014 í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

 

 

Þorsteinn Jósepsson var fæddur árið 1907 á Signýjarstöðum í Hálsasveit, sonur Jóseps G. Elíesersonar bónda þar og Ástríðar Þorsteinsdóttur konu hans. Jósep var ættaður úr Húnavatnssýslu en Ástríður var frá Húsafelli. Þorsteinn starfaði mikið með ungmennafélaginu heima í héraði, varð ágætur íþróttamaður og síðar kunnur ljósmyndari, blaðamaður og rithöfundur. Hann dvaldist erlendis um nokkurt skeið, í Þýzkalandi og Sviss, en laust fyrir 1940 réðst hann að Vísi og starfaði þar æ síðan, í meira en aldarfjórðung. Þorsteinn var mikill bókasafnari og hafði áhuga á alls kyns bókmenningu, ferðalögum og náttúruskoðun.

 

Ljósmynd: Ullarþvottur í Sauðá. Þau voru alltaf kölluð Emma og Binni í Árbænum. Emma hét fullu nafni Stefanía Emilía Guðrún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörðum. Binni hét Brynjólfur Danivalsson (1897-1972) og var frá Litla-Vatnsskarði. Þeirra Árbær var húsið á Suðurgötu 24 á Sauðárkróki. Á myndunum eru þau að þvo ull í Sauðánni, sem rann framhjá Árbæ í þá daga, og Sauðárkrókur dregur nafn sitt af. Myndirnar gætu verið teknar á fimmta áratug 20. aldar. Ljósm. Þorsteinn Jósepsson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is