Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2014 01:06

„Starfsmenn LbhÍ eiga skilið að auglýst verði eftir öflugum rektor“

„Við undrumst og höfum miklar áhyggjur af því að stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands, stjórnendur og í raun menntamálayfirvöld taka ekki til varna með hagsmuni Landbúnaðarháskólans og starfsmanna í huga,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar aðspurður um þá staðreynd að nú sé búið að segja tíu starfsmönnum LbhÍ störfum og framundan sé enn meiri niðurskurður á framlögum til stofnunarinnar. „Menntamálaráðherra virðist enn vera í þeim gír að ætla að svelta skólann og atvinnumálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra landbúnaðarmála, lætur ekki sitt eftir liggja og sker fjárveitingar verulega niður til rannsókna sem skólinn hefur fengið sem sértekjur. Þessir tveir ráðherrar eru að skerða framlög til skólans verulega. Þetta er byggðastefna sem ég og við í Borgarbyggð skiljum ekki upp né niður í og er algerlega úr takti við stefnumið sitjandi ríkisstjórnar,“ segir Björn Bjarki.

 

 

 

Forseti sveitarstjórnar segir það æskilegt að ferli því sem háskólaráð LbhÍ ætlaði að setja í gang varðandi ráðningu á nýjum rektor, yrði hraðað þannig að skólinn eignaðist kröftugan talsmann gagnvart fjárveitingar- og ríkisvaldinu öllu. „Við í Borgarbyggð og þau félaga- og hagsmunasamtök sem stutt hafa áframhaldandi sjálfstæði Landbúnaðarháskóla Íslands eru enn boðin og búin til að berjast fyrir sjálfstæði skólans en til þess að það sé gagn af því þarf skólinn öfluga forystu og starfsmenn skólans eiga svo sannarlega skilið að fá öflugan aðila í brúna sem heldur utan um starfsmannahópinn. Starfsmenn eiga alla mína samúð að þurfa að vinna við þær aðstæður sem stjórn, stjórnendur og stjórnvöld skapa þeim í núverandi stöðu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is