Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2014 12:45

Ljósmyndabúnaður og myndir úr fórum Bjarna Helgasonar

Sýning á ljósmyndabúnaði og myndum úr eigu Bjarna Helgasonar á Laugalandi í Stafholtstungum verður opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi laugardag kl. 13.00. Sýningin er haldin í tilefni af því að ekkja Bjarna, Lea Kristín Þórhallsdóttir, og börn þeirra; Helgi, Steinunn, Þórhallur og Sigrún, hafa afhent söfnunum úrval tækja hans og ljósmyndir almenns eðlis.

Bjarni Helgason (1928-2012) var garðyrkjubóndi á Laugalandi. Hann var alinn upp í Reykjavík og var í mörg ár í sveit á Stóra-Kálfalæk á Mýrum áður en hann hóf störf á Laugalandi og lærði garðyrkju. Ungur eignaðist hann ljósmyndavél, jafnvel fyrir fermingu. Hann safnaði fyrir henni með því að vinna sem kvöldsendill á Morgunblaðinu í Austurstræti, með skóla. Fyrstu myndirnar sem varðveist hafa eru frá því um 1941. Ljósmyndun varð eitt af hans helstu áhugamálum ævina út. Auk fjölskyldumynda sem eru uppistaðan í myndasafni Bjarna tók hann myndir sem tengjast öðrum áhugamálum, til dæmis úr íþrótta- og félagslífi og ferðalögum. Á ljósmyndum hans má meðal annars sjá þróun byggðar á Laugalandi/Varmalandi og störfin í garðyrkjustöðinni.  Fyrr á árum framkallaði hann sjálfur filmur sínar og stækkaði myndirnar á pappír.

 

 

Aðalmyndavél hans í áratugi var Leica sem hann keypti fyrir 1960. Hana hefur fjölskylda Bjarna ákveðið að afhenda safninu til varðveislu ásamt úrvali ljósmyndatækja hans. Einnig stafræn afrit af ljósmyndum almenns efnis úr safni hans. Bjarni tók einnig kvikmyndir á 8 mm filmu og super 8 mm og síðar á VHS-myndbönd.

 

Fjölskylda Bjarna kemur í Safnahúsið í tilefni opnunar og er vonast til að sem flestir sem til hans þekktu geti mætt. Eftir opnun verður sýningin opin á virkum dögum klukkan 13.00 – 18.00 og mun hún standa fram í byrjun nóvember.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is