Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2014 11:20

Husky hundur skilinn eftir í sveitinni - drap sex lömb hið minnsta

Husky hundur slapp frá eigendum sínum við afleggjarann að Stóra Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi sunnudaginn 21. september síðastliðinn. Höfðu eigendurnir stoppað bílinn og leyft hundinum að fara út að létta á sér. Strauk hann þá frá þeim. Eigendurnir fundu ekki hundinn og fóru eftir leit leiðar sinnar en létu enga á bæjunum í sveitinni vita að Husky hundur gengi þar laus. Þar var hann því í nærri vikutíma og gekk í skrokk á lömbum og drap að minnsta kosti sex þeirra. Laugardaginn á eftir fannst svo hundurinn í norðanverðu Eldborgarhrauni þegar bændur smöluðu landið. Var hann þá umsvifalaust aflífaður enda höfðu bændur þá gengið fram á dauðu lömbin eftir hundinn og farið að gruna hvers kyns var. Bændur höfðu einnig leitað hundsins, án árangurs, á föstudeginum. Lömbin sem hundurinn drap voru öll frá Ystu Görðum í Kolbeinsstaðarhreppi.

Verulega ámælivert þykir af eigendum hundsins að gera ekki nágrönnum á bæjunum í sveitinni viðvart um að hans væri saknað og gengi laus í haganum. Þá hefði strax verið hægt að hjálpa þeim við leitina og gera viðeigandi ráðstafanir. Einu merki þess að hundsins væri saknað var sakleysisleg tilkynning á Facebook síðu eigendanna þar sem sagt var að hundsins væri saknað, eða „kúridýrsins“ eins og það var orðað.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is