Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2014 01:31

Tveir þriðju framlaga úr Framkvæmdasjóði til Eyjafjarðar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Alls er úthlutað 132 milljónum króna til ellefu verkefna sem eiga að stuðla að bættum aðbúnaði aldraðra og bæta öryggi og gæði öldrunarþjónustunnar. Athygli vekur að nærri tveimur þriðju upphæðarinnar er varið til verkefna í kjördæmi ráðherrans, 81,7 milljónum króna. Hæsta framlagið að þessu sinni rennur til Öldrunarheimilis Akureyrar alls 52 milljónir króna, vegna endurbóta á húsnæði, jafnt einstaklingsrýmum og sameiginlegu rými. Annað hæsta framlagið er vegna hjúkrunarheimilisins Dalbæjar á Dalvík þar sem skipta þarf um þak á húsinu og ráðast í viðgerðir á útveggjum. Það er að upphæð 23,6 milljónir.

 

 

 

Á höfuðborgarsvæðið er veitt til verkefna frá Framkvæmdasjóði aldraðra samtals 54,1 milljón. Þar á meðal er þriðja hæsta framlagið úr sjóðnum núna sem fer til Embættis landlæknis,m.a. til þróunar á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir umsóknir og stöðu biðlista í öldrunarþjónustu. Til Vesturlands og Vestfjarða er veitt fjórum milljónum króna. Sú upphæð fer öll til endurnýjunar sjúkrakallskerfis og baðaðstöðu í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Til verkefna á Suðurlandi er aðeins veitt 2,4 milljónum. Auglýst var eftir umsóknum í lok maí í vor og umsóknarfrestur rann út 13. júní. Alls bárust 23 umsóknir til margvíslegra verkefna úr öllum heilbrigðisumdæmum landsins utan heilbrigðisumdæmis Austurlands. Af þeim umsóknum sem var hafnað voru sex sem uppfylltu ekki skilyrði til úthlutunar samkvæmt reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra, segir í tilkynningu vegna úthlutunarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is